Tuesday, November 20, 2007

Svona dagur..

Að hugsa mig út úr hlutunum hefur aldrei gagnast mér neitt... spóla stöðugt í sömu hjólförunum.
Hélt líka alltaf að ég þarfnaðist sárlega hjálpar við að komast úr þeim, svona get ég logið að sjálfri mér, ég er víst ekki ein um það.... Þetta er sjálfhverft og væmið blogg en akkúrat núna líður mér bara þannig :) Vikan er alveg að verða hálfnuð og ég er búin að fara í nokkrara rússíbanaferðir. Það er nokkuð vel af sér vikið.

Og úr einu í annað.. sé að bloggið er útdautt í vinhópnum mínum! Enda er þetta ekkert nema æsifréttir úr lífi manns sjálfs svo ég skil það vel. En ég hef fulla trú á ykkur og efast ekki um að á einhverjum tímapunkti muni sjálfhverfan taka völdin og bloggið lifna við að nýju!
Mikið þykir mér vænt um mitt og mína í kvöld......

Ólöf einstaklega vææææmin......

4 comments:

Anonymous said...

Ekki væmin... einlæg!!! ;) svo er blogg bara ekki neitt útdautt... þú, ég, TinTin, Sólý, stundum Hulda, pínu Ragnar.... Við erum kanski ekki dugleg en mér finst nú full langt gengið að staðhæfa að við séum bara útdauðir bloggarar!!!

Im hurt!!! Very hurt!!!

;p

Elska þig.... einlægt! Ekki væmið!!

Anonymous said...

Einlægni er ágæt stundum :)mæspeisara blogg telst ekki með ungfrú bleik :)

Anonymous said...

Fokk jú!!!! Þú ert bara gamaldags að vera að blogga hénna!!!!!

But I still love you a litle!!
XXX

Anonymous said...

bíddu bíddu.. sagðiru fokk jú.. ohh þúrt svo sæt :) hahahahha svipað kjánó þegar þúrt dónaleg eins og þegar ég er það...
kom þetta rétt út...